Körfubolti

Landsliðsfyrirliðinn ekki í fyrsta hóp Peter Öqvist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson er ekki 22 manna landsliðshópi Peter Öqvist fyrir Norðurlandamótið í körfubolta karla sem fram fer í Sundsvall í sumar. Magnús Þór hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin sex ár og hefur ekki misst úr landsleik síðan árið 2002 en hann hefur verið með í síðustu 69 leikjum liðsins.

KKÍ skýrði frá fyrsta landsliðshópi Svíans í gær en íslenska landsliðið mun spila sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár á umræddu Norðurlandamóti.

Allir atvinnumennirnir okkar eru í hópnum: Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson, Jón Arnór Stefánsson, Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon en Íslandsmeistarar KR eiga flesta leikmenn í hópnum af íslensku liðunum eða alls sex.

Stjörnumaðurinn Jovan Zdravevski er sem fyrr ekki valinn í hópinn ekki frekar en aðrir leikmenn sem hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt á síðustu árum.

Fimm nýliðar eru í hópnum en það eru Emil Jóhannsson, Guðmundur Jónsson, Jón Orri Kristjánsson, Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Ólafsson.

Landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 93 landsleikir

Fannar Ólafsson, KR 76

Logi Gunnarsson, Solna 76

Helgi Már Magnússon, Uppsala 62

Jón Arnór Stefánsson, Granada 50

Hlynur Bæringsson, Sundsvall 47

Jakob Sigurðarson, Sundsvall 44

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 21

Hreggvidur Magnússon, KR 20

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 16

Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík 14

Pavel Ermolinskij, KR 14

Brynjar Þór Björnsson, KR 9

Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell 8

Sveinbjörn Claessen, ÍR 5

Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni  5

Finnur Atli Magnússon, KR 2

Emil Jóhannsson, Snæfell  Nýliði

Guðmundur Jónsson, Þór Þorlákshöfn  Nýliði

Jón Orri Kristjánsson, KR Nýliði

Jón Ólafur Jónsson, Snæfell Nýliði

Ólafur Ólafsson, Grindavík  Nýliði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×