Hundruðir fylgdu í dag til grafar hinni norsku Bano Rashid sem var aðeins átján ára þegar fjöldamorðinginn Anders Breivik myrti hana í Útey á dögunum. Þetta var fyrsta fórnarlamb hans sem er jarðsett.
Athöfnin var haldin í lítilli kirkju og komst aðeins hluti syrgjenda inn í hana.
Þá var Ismail Ahmed einnig jarðsettur í dag í bænum Hamar, en hann var aðeins nítján ára gamall þegar hann var drepinn.
Alls myrti Breivik 76 manns.
