Búið er að stöðva alla umferð um stóran hluta af lestakerfi Oslóar og flytja farþega úr lestunum á brott. Búið er að rýma aðaljárnbrautarstöðina. Einnig er búið að flytja fólk úr nærliggjandi húsum.
Samkvæmt norskum fjölmiðlum gerðist þetta eftir að maður kom inn á eina lestarstöðina, lagði frá sér ferðatösku og gekk á brott.
Sprengjuleitarsveit norsku lögreglunnar er nú á staðnum að rannsaka töskuna en tilkynningin um hana barst fyrir um klukkutíma síðan.
Lestakerfi Osló stöðvað, sprengjusveit á staðnum
