Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey
Meintur byssumaður nafngreindur
Jón Hákon Halldórsson skrifar
