Norska lögreglan hefur staðfest að Jens Stoltenberg forsætisráðherra er í öruggu skjóli. Stoltenberg segir sjálfur við norska ríkisútvarpið og staða Noregs sé grafalvarleg.
„Þetta er mjög alvarleg staða, mjög alvarleg sprenging. Allur tiltækur liðsauki er á staðnum. Hugsanir mínar og bænir eru hjá þeim sem eru særðir,“ sagði Jens Stoltenberg eftir árásina. Hann vill ekki lýsa því hvernig hann upplifði árásina.
Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt þegar sprengjan sprakk.
Stoltenberg: Noregur í grafalvarlegri stöðu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
