Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.
"Miami er með frábært og lið og stjörnurnar tvær munu snúa aftur," sagði Shaq en Chris Bosh er eflaust ekki mjög ánægður með þessi orð stóra mannsins.
"Það er mikið verið að gagnrýna LeBron. Ég þekki LeBron vel og veit að hann fylgist með allri gagnrýni. Hann mun svara henni næsta vetur og verða besti maður deildarinnar."
Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn