Eigendur liðanna í NBA körfuboltanum og leikmenn hafa hafið viðræður í von um að binda enda á verkbannið sem staðið hefur í sléttan mánuð.
Aðilar á vegum eigenda og leikmanna hafa ræðst við síðsta mánuðinn en nú eru í fyrsta sinn síðan verkbannið skall á komnir að viðræðuborðinu David Stern, hæstráðandi í NBA, Billy Hunter, framkvæmdarstjóri samtaka leikmanna, og Derek Fisher forseti leikmannasamtakanna og leikmaður Los Angeles Lakers. Varaforsetinn Theo Ratliff, einnig leikmaður Lakers, er einnig á staðnum.
Það er mikið sem skilur á milli deiluaðila og þá ekki síst fjárhagslegs eðlis og því gaf Hunter í skyn að í fyrstu yrði rætt um önnur deilumál en fjármál.
Áætlað er að NBA tímabilið hefjist 1. nóvember, að því gefnu að það verði samið í tíma.
