Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 13:30 Bronsstyttan af Shaquille O'Neal. Mynd/AP Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992. Shaquille O'Neal er eini íþróttamaðurinn úr Louisiana State University sem hefur verið kosinn bæði leikmaður ársins í háskólaboltanum sem og mikilvægasti leikmaðurinn í atvinnumannadeild. Shaq var með 21,6 stig og 13,5 fráköst að meðaltali á þremur árum sínum í LSU. Til að heiðra Shaq og frábæran feril hans ákváðu forráðamenn skólans að reisa af honum glæsilega bronsstyttu þar sem hann sést troða boltanum í körfuna þegar hann var enn ungur og nettur. „Trent Johnson þjálfari sendi mér litla styttu af því hvernig hún myndi líta út en ég bjóst aldrei við að hún yrði svona stór," sagði Shaquille O'Neal. Styttan er í raunstærð og er 400 kíló að þyngd. Shaq er engin smásmíði (216 sm) og því mun styttan ekki fara framhjá neinum þegar menn nálgast íþróttahöllina. „Ég er auðmjúkur og þakklátur. Það eru margir frábærir leikmenn sem hafa verið í þessum skóla og þar á meðal eru þeir Pete Maravich, Bob Pettit og Chris Jackson. Mér er sýnd mikil virðing með að vera sá fyrsti sem fær styttu af sér," sagði Shaq. Shaquille O'Neal lagði skónna á hilluna í sumar eftir að hafa spilað í 19 ár í NBA-deildinni fyrir Orlando Magic (1992–1996), Los Angeles Lakers (1996–2004), Miami Heat (2004–2008), Phoenix Suns (2008–2009), Cleveland Cavaliers (2009–2010) og Boston Celtics (2010–2011). Hann var með 23,7 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í 1207 deildarleikjum og 24,3 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í 216 leikjum í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992. Shaquille O'Neal er eini íþróttamaðurinn úr Louisiana State University sem hefur verið kosinn bæði leikmaður ársins í háskólaboltanum sem og mikilvægasti leikmaðurinn í atvinnumannadeild. Shaq var með 21,6 stig og 13,5 fráköst að meðaltali á þremur árum sínum í LSU. Til að heiðra Shaq og frábæran feril hans ákváðu forráðamenn skólans að reisa af honum glæsilega bronsstyttu þar sem hann sést troða boltanum í körfuna þegar hann var enn ungur og nettur. „Trent Johnson þjálfari sendi mér litla styttu af því hvernig hún myndi líta út en ég bjóst aldrei við að hún yrði svona stór," sagði Shaquille O'Neal. Styttan er í raunstærð og er 400 kíló að þyngd. Shaq er engin smásmíði (216 sm) og því mun styttan ekki fara framhjá neinum þegar menn nálgast íþróttahöllina. „Ég er auðmjúkur og þakklátur. Það eru margir frábærir leikmenn sem hafa verið í þessum skóla og þar á meðal eru þeir Pete Maravich, Bob Pettit og Chris Jackson. Mér er sýnd mikil virðing með að vera sá fyrsti sem fær styttu af sér," sagði Shaq. Shaquille O'Neal lagði skónna á hilluna í sumar eftir að hafa spilað í 19 ár í NBA-deildinni fyrir Orlando Magic (1992–1996), Los Angeles Lakers (1996–2004), Miami Heat (2004–2008), Phoenix Suns (2008–2009), Cleveland Cavaliers (2009–2010) og Boston Celtics (2010–2011). Hann var með 23,7 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í 1207 deildarleikjum og 24,3 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í 216 leikjum í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira