Ragna Ingólfsdóttir er komin í fjórðungsúrslit á alþjóðlegu móti í badminton í Tékklandi. Hún bar sigurorð af enskri stúlku í tveimur settum, 21-10 og 21-12.
Ragna mætir í fyrramálið Sashina Vignes Waran frá Frakklandi en sú er í 56. heimslistans. Ragna er í 66. sæti.
Ragna er nú að vinna að því að koma sér eins ofarlega og mögulegt er á heimslistanum til að auka líkurnar á því að hún komist inn á Ólympíuleikana í Lundúnum sem fara fram á næsta ári.
Ragna komst í fjórðungsúrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
