Viðskipti innlent

Óhjákvæmileg áhrif hér á landi

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Aðlögun hagkerfisins að breyttum veruleika verður aldrei sársaukalaus en til lengri tíma er hún nauðsynleg. Fólk sem missir vinnuna, t.d. hjá opinberum fyrirtækjum, mun með tímanum vonandi fá næg verkefni til verðmætasköpunar fyrir hagkerfið.

Þetta segir Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, í nýjum viðtalsþætti á Markaðsvef Vísis.is, Klinkinu. Þar er Sigurður í ítarlegu viðtali um stöðu Íslands í efnahagslegu tilliti, ekki síst vegna vanda sem herjar á hagkerfi heimsins þessa dagana.

Sigurður telur óhjákvæmilegt að áhrifa muni gæta hér á landi komi til mikilla þrenginga á alþjóðlegum vettvangi.

Sjá má viðtalið við Sigurð hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×