Bifreiðin á Hringbrautinni tengist ekki ráninu - mennirnir enn ófundnir 17. október 2011 13:04 Mennirnir ógnuðu starfsfólki með leikfangabyssum og komust á brott með töluvert magn af dýrum úrum og armböndum. mynd/Bl Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi. Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi.
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira