Viðræðum aftur hætt - Ekki spilað í NBA í nóvember Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 12:15 Billy Hunter, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna. Nordic Photos / Getty Images Ekkert gengur í viðræðum deiluaðila í NBA-verkbanninu og hefur nú verið ákveðið að aflýsa leikjum sem áttu að fara fram frá 15.-30. nóvember næstkomandi. Það þýðir að nýtt tímabil getur í fyrsta lagi hafist þann 1. desember en miðað við gang mála í viðræðunum verður það að teljast ólíklegt. Tímabilið átti að hefjast á þriðjudaginn næstkomandi en fyrstu tveimur vikum tímabilsins hafði þegar verið aflýst fyrir nokkru. Samningur eiganda og leikmanna í NBA-deildinni um skiptingu tekna rann út í júní síðastliðnum og er nú deilt um hvernig skiptingunni skuli háttað. Eigendur félaganna vilja minnka hlut leikmannanna og benda á að flest félög hafi verið rekin með tapi á síðustu leiktíð. Vilja þeir að tekjunum verið skipt til helminga en hingað til hafa leikmenn fengið 57 prósent teknanna. Billy Hunter, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna, segir að viðræður hafi einfaldlega siglt í strand. „Við höfum gefið ýmislegt frá okkur í þessum viðræðum en það reyndist ekki nóg. Við erum því ekki reiðubúnir til að halda viðræðum áfram eins og málin standa nú.“ David Stern, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, segir að Hunter hafi labbað frá borðinu þegar umræðan barst að því að færa hlut leikmanna niður fyrir 52 prósentin. Leikmenn munu hafa verið sáttir við að minnka sinn hlut í 52,5 prósent en ekki meir. Það er ljóst að eftir því sem verkbannið lengist verða báðir aðilar af miklum tekjum. „Við þurfum að reikna upp á nýtt hversu mikið tekjutapið er,“ sagði Stern. „Og næsta tilboð okkar mun endurspegla þær gríðarlega háu fjárhæðir sem hafa tapast.“ NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Ekkert gengur í viðræðum deiluaðila í NBA-verkbanninu og hefur nú verið ákveðið að aflýsa leikjum sem áttu að fara fram frá 15.-30. nóvember næstkomandi. Það þýðir að nýtt tímabil getur í fyrsta lagi hafist þann 1. desember en miðað við gang mála í viðræðunum verður það að teljast ólíklegt. Tímabilið átti að hefjast á þriðjudaginn næstkomandi en fyrstu tveimur vikum tímabilsins hafði þegar verið aflýst fyrir nokkru. Samningur eiganda og leikmanna í NBA-deildinni um skiptingu tekna rann út í júní síðastliðnum og er nú deilt um hvernig skiptingunni skuli háttað. Eigendur félaganna vilja minnka hlut leikmannanna og benda á að flest félög hafi verið rekin með tapi á síðustu leiktíð. Vilja þeir að tekjunum verið skipt til helminga en hingað til hafa leikmenn fengið 57 prósent teknanna. Billy Hunter, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna, segir að viðræður hafi einfaldlega siglt í strand. „Við höfum gefið ýmislegt frá okkur í þessum viðræðum en það reyndist ekki nóg. Við erum því ekki reiðubúnir til að halda viðræðum áfram eins og málin standa nú.“ David Stern, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, segir að Hunter hafi labbað frá borðinu þegar umræðan barst að því að færa hlut leikmanna niður fyrir 52 prósentin. Leikmenn munu hafa verið sáttir við að minnka sinn hlut í 52,5 prósent en ekki meir. Það er ljóst að eftir því sem verkbannið lengist verða báðir aðilar af miklum tekjum. „Við þurfum að reikna upp á nýtt hversu mikið tekjutapið er,“ sagði Stern. „Og næsta tilboð okkar mun endurspegla þær gríðarlega háu fjárhæðir sem hafa tapast.“
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti