Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:45 Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira