Viðskipti innlent

Sprengja þegar kjósendur fá að sjá framan í frambjóðendur

Hafsteinn Hauksson skrifar
Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson er gestur nýjasta þáttar Klinksins á Vísi, og ræðir þar um áherslur og möguleika nýs framboðs sem hann vinnur nú að því að stofna ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Besta flokksins og fleirum, sem hann vill þó ekki nefna.

"Nei, ég ætla ekki að nefna nein nöfn, vegna þess að ég hef ekki leyfi til þess. Menn verða að tala fyrir sig," segir Guðmundur

Eru þetta einhverjir sem eru þekktir úr pólitíkinni, og eru jafnvel áberandi í öðrum flokkum?

"Þetta er fullt af þekktu fólki, en ekkert endilega úr öðrum flokkum, eða í flokkum yfirhöfuð. Það er fullt af fólki í þjóðfélaginu sem hefur áhuga á pólitík, án þess að hafa starfað í flokki."

Verður það sprengja þegar við fáum að sjá framan í þetta fólk?

"Ég hef alla trú á því og mér sýnist það vera mjög líklegt að hópurinn sem mun fara í framboð fyrir þennan nýja flokk verði gríðarlega öflugur," segir Guðmundur.

Sjá má viðtalið í heild hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×