Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2011 18:30 Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent