Fengu verðlaun fyrir tölvuleikinn Relocator 15. nóvember 2011 10:56 Sigurvegarar keppninnar. Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“ Leikjavísir Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“
Leikjavísir Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira