Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 20:30 "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
"Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira