Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. desember 2011 19:00 Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess. Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í Klinkinu. Í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Sigurðar Jóhannessonar um mat á orkusölu til stóriðju er lagt til að Landsvirkjun verði hlutafélagavædd. Þá kemur fram í skýrslunni að þjóðhagsleg áhætta vegna ríkisábyrgðar fyrirtækisins hafi farið vaxandi. Rætt hefur verið um að Landsvirkjun geti verið 300 milljarða króna virði, það þýðir að rúmlega 100 milljarðar króna myndu skila sér í ríkissjóð við sölu á þriðjungshlut. Norðmenn fóru þessa leið blandaðs eignarhalds með Statoil og hefur það reynst vel. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Árni Páll segist hafa tekið eftir þessum hugmyndum og þær séu athyglisverðar. Hann segir það athyglisverða hugmynd að selja lífeyrissjóðunum 30 prósent og þannig stórbæta stöðu Landsvirkjunar. Hann segir slíkt eignarhald einnig koma í veg fyrir pólitíska misnotkun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sammála þessu. Hann segir margt skynsamlegt að finna í hugmyndum hagfræðinganna og margar jákvæðar hliðar á málinu. Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess. Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í Klinkinu. Í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Sigurðar Jóhannessonar um mat á orkusölu til stóriðju er lagt til að Landsvirkjun verði hlutafélagavædd. Þá kemur fram í skýrslunni að þjóðhagsleg áhætta vegna ríkisábyrgðar fyrirtækisins hafi farið vaxandi. Rætt hefur verið um að Landsvirkjun geti verið 300 milljarða króna virði, það þýðir að rúmlega 100 milljarðar króna myndu skila sér í ríkissjóð við sölu á þriðjungshlut. Norðmenn fóru þessa leið blandaðs eignarhalds með Statoil og hefur það reynst vel. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Árni Páll segist hafa tekið eftir þessum hugmyndum og þær séu athyglisverðar. Hann segir það athyglisverða hugmynd að selja lífeyrissjóðunum 30 prósent og þannig stórbæta stöðu Landsvirkjunar. Hann segir slíkt eignarhald einnig koma í veg fyrir pólitíska misnotkun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sammála þessu. Hann segir margt skynsamlegt að finna í hugmyndum hagfræðinganna og margar jákvæðar hliðar á málinu.
Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira