Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2011 19:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00
Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15
Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30