Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2011 09:00 Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00