Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013.
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í nýjasta þættinum af Klinkinu. N1 fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu fyrr á þessu ári eftir að bankarnir tóku félagið yfir. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu sautján lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti vænan hlut í N1 fyrr á þessu ári og verður, ef allt gengur eftir, stærsti hluthafinn í N1 áður en árið er úti.
Hermann segir mikla pappírsvinnu fylgja skráningu félagsins í Kauphöll og því sé ekki útilokað að skráningin muni tefjast. Félagið er þó í þeirri stöðu að ráðast megi í skráninguna eins fljótt og verða má.
Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Hermann ræðir skráningu N1 í Kauphöllina hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári
Þorbjörn Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent


Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Viðskipti innlent

Virða niðurstöðu Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent
