Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 20:30 „Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira