Ábyrgð SA Valgerður Bjarnadóttir skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undarlegt sem það nú er þá eru framkvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökunum inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undirstaða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleysið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjónum verði nú endanlega afhentur kvótahöfum - nú skal það stimplað og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efnahagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaraviðræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athugavert við framgöngu sína. Ég hallast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefðbundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkurinn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirrast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins er að bankahruninu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarnir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. - Þetta þurfa forsvarsmenn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undarlegt sem það nú er þá eru framkvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökunum inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undirstaða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleysið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjónum verði nú endanlega afhentur kvótahöfum - nú skal það stimplað og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efnahagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaraviðræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athugavert við framgöngu sína. Ég hallast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefðbundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkurinn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirrast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins er að bankahruninu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarnir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. - Þetta þurfa forsvarsmenn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar