„Ekki vera faggi!“ Margeir St. Ingólfsson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum!
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun