Frú biskup Davíð Þór Jónsson skrifar 9. febrúar 2011 09:00 Kristin kirkjuhefð er gegnsýrð af karlrembu. Því miður. Þótt þar hafi miðað í rétta átt á undanförnum áratugum, einkum meðal mótmælendakirkna, er þó enn langt í land með að jafnrétti sé náð. Enn neita margar helstu kirkjudeildir heims að veita konum prestvígslu. Enda er arfleifðin ekki beysin. Sjálfur Marteinn Lúther skrifaði að konur væru ekki færar um að ræða alvörumál öðruvísi en ruglingslega og afkáralega. Ágústínus kirkjufaðir og Tómas Akvínas leyfðu sér jafnvel að efast um fulla mennsku kvenna. Samt tekur sköpunarsagan af allan vafa um að konan er sköpuð í Guðs mynd til jafns á við karlinn: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann í Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu." (1Mós 1.27) Lagaákvæði feðraveldis frá bronsöld, sem varðveitt eru ásamt trúartextum í Gamla testamentinu, hafa verið notuð til að fela þessa grundvallarstaðreynd trúarinnar: Við erum öll í Guðs mynd jafnt. Ljóst er að kynferði Krists og postulanna var aðeins líffræðileg, söguleg staðreynd og praktísk nauðsyn án nokkurs hjálpræðisgildis í sjálfu sér. Dauðarefsing lá við því að konur prédikuðu. Fæst okkar hefðu heyrt Jesú getið hefði hann fæðst stúlka. Kvenpostular hefðu verið sendir út í opinn dauðann. Kærleiksverk Krists beindust að hinum undirokuðu, ekki síst konum. Fyrsta manneskjan sem hann reisti frá dauðum var 12 ára stúlka (Mk 5.41-42), en líf þeirra var til fárra fiska metið í Palestínu fyrir 2000 árum. Jesús andmælti lögbundinni dauðarefsingu yfir bersyndugri konu (Jh 2.7). Sjálft fagnaðarerindið, „hann er upprisinn", var fyrst falið konum (Mt 28.6), en þær voru svo lágt skrifaðar að vitnisburður þeirra var ekki einu sinni tekinn gildur fyrir dómstólum. Af bréfum Páls postula er ljóst að konur gegndu ábyrgðar- og leiðtogahlutverki í frumkirkjunni. Hvað fór úrskeiðis? Nýleg skoðanakönnun sýnir að innan við 18% íslenskra unglinga telur konur jafnhæfar körlum til að vera trúarleiðtogar. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall hvergi undir 50% og í Danmörku er það 80%. Eitthvað mikið er að. Við þessu þarf að bregðast. Hluti skýringarinnar gæti verið í því fólginn að á íslensku hljómar orðasambandið „frú biskup" enn jafn annkanalega og orðasambandið „frú forseti" gerði allt til ársins 1980. Sem betur fer er auðvelt að breyta því - ef viljinn er fyrir hendi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Öðlingurinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Kristin kirkjuhefð er gegnsýrð af karlrembu. Því miður. Þótt þar hafi miðað í rétta átt á undanförnum áratugum, einkum meðal mótmælendakirkna, er þó enn langt í land með að jafnrétti sé náð. Enn neita margar helstu kirkjudeildir heims að veita konum prestvígslu. Enda er arfleifðin ekki beysin. Sjálfur Marteinn Lúther skrifaði að konur væru ekki færar um að ræða alvörumál öðruvísi en ruglingslega og afkáralega. Ágústínus kirkjufaðir og Tómas Akvínas leyfðu sér jafnvel að efast um fulla mennsku kvenna. Samt tekur sköpunarsagan af allan vafa um að konan er sköpuð í Guðs mynd til jafns á við karlinn: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann í Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu." (1Mós 1.27) Lagaákvæði feðraveldis frá bronsöld, sem varðveitt eru ásamt trúartextum í Gamla testamentinu, hafa verið notuð til að fela þessa grundvallarstaðreynd trúarinnar: Við erum öll í Guðs mynd jafnt. Ljóst er að kynferði Krists og postulanna var aðeins líffræðileg, söguleg staðreynd og praktísk nauðsyn án nokkurs hjálpræðisgildis í sjálfu sér. Dauðarefsing lá við því að konur prédikuðu. Fæst okkar hefðu heyrt Jesú getið hefði hann fæðst stúlka. Kvenpostular hefðu verið sendir út í opinn dauðann. Kærleiksverk Krists beindust að hinum undirokuðu, ekki síst konum. Fyrsta manneskjan sem hann reisti frá dauðum var 12 ára stúlka (Mk 5.41-42), en líf þeirra var til fárra fiska metið í Palestínu fyrir 2000 árum. Jesús andmælti lögbundinni dauðarefsingu yfir bersyndugri konu (Jh 2.7). Sjálft fagnaðarerindið, „hann er upprisinn", var fyrst falið konum (Mt 28.6), en þær voru svo lágt skrifaðar að vitnisburður þeirra var ekki einu sinni tekinn gildur fyrir dómstólum. Af bréfum Páls postula er ljóst að konur gegndu ábyrgðar- og leiðtogahlutverki í frumkirkjunni. Hvað fór úrskeiðis? Nýleg skoðanakönnun sýnir að innan við 18% íslenskra unglinga telur konur jafnhæfar körlum til að vera trúarleiðtogar. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall hvergi undir 50% og í Danmörku er það 80%. Eitthvað mikið er að. Við þessu þarf að bregðast. Hluti skýringarinnar gæti verið í því fólginn að á íslensku hljómar orðasambandið „frú biskup" enn jafn annkanalega og orðasambandið „frú forseti" gerði allt til ársins 1980. Sem betur fer er auðvelt að breyta því - ef viljinn er fyrir hendi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun