Þessi pistill á að vera óþarfur Gunnar Hansson skrifar 30. janúar 2011 10:00 Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun