Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss 24. febrúar 2011 05:00 Ólafur William Hand Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira