Pistillinn: Ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn Hlynur Bæringsson skrifar 4. apríl 2011 07:00 Mynd/Stefán Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum. Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Sjá meira
Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum.
Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Sjá meira