Eyðum óvissunni. Segjum já. Hjálmar Sveinsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Icesave Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar