Að bera fyrir sig börn Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur?
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar