Huldumaður keypti höll Jóhannesar á 200 milljónir 21. apríl 2011 08:00 Selt! Hrafnabjörg við Eyjafjörð er eitt glæsilegasta hús landsins. Það fór á sölu í síðustu viku, en Jóhannes Jónsson í Bónus bjó í húsinu þegar það var í eigu eignarhaldsfélagsins Gaums. Húsið seldist á tæpar 200 milljónir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefndar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fasteignasölurnar Stakfell, Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðaði tilboðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugsfeðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður," sagði hún. Ekkert var til sparað við byggingu hússins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæðinni má meðal annars finna tæknirými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
„Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefndar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fasteignasölurnar Stakfell, Eignamiðlun og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðaði tilboðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugsfeðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður," sagði hún. Ekkert var til sparað við byggingu hússins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæðinni má meðal annars finna tæknirými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira