Öxar við ána Hannes Pétursson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar.
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar