
Ríkisstjórnin ræður örlögum sínum
Ofangreint er hvorki frá þeim tíma þegar amma var ung né frá Norður-Kóreu. Þetta var skrifað í Seðlabanka Íslands í fyrradag og undirritað af aðstoðarseðlabankastjóranum og staðgengli forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans.
Samherji má sem sagt taka út sem svarar til rúmlega einnar milljónar króna svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku.
Það er ekki síst út af svona rugli sem álit fólks á ríkisstjórninni er lítið. Ekki þarf forsögu Þorsteins Más forstjóra, um að þrettán manns hafi komið að málinu og eytt í það fimmtán klukkutímum, til að hneykslast.
Í óskapnaðinum sem regluverkið um gjaldeyrishöftin er birtist – óvart líklega – afstaða stjórnvalda til atvinnulífsins. Fyrirtækjum eru settar skorður um hvernig þau mega ráðstafa eigin peningum og á þessu dæmi Samherja sést glögglega að þær skorður eru fáránlegar.
Forkólfar atvinnurekenda hafa því nokkuð til síns máls þegar þeir segja ríkisstjórnina standa sig illa gagnvart atvinnulífinu, með tilheyrandi skaða fyrir fyrirtækin og um leið fólkið í landinu. Auk gjaldeyrishaftanna koma þar til skattastefnan, afstaðan til virkjana og stóriðju og fleira.
Í gær birti hins vegar til í samskiptum ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Eftir mánaðabaráttu særðu Samtök atvinnulífsins út yfirlýsingu úr Stjórnarráðinu um ýmsar verklegar framkvæmdir sem ráðast á í. Þrátt fyrir að samtökin – og aðrir – hafi ömurlega reynslu af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009 ætla þau að treysta því að nú fylgi efndir orðum.
Mikið er í húfi fyrir samfélagið. Störfum þarf að fjölga og almenn hagsæld að aukast. Þetta vita ráðherrarnir og hafa svosem vitað lengi en lítið aðhafst til að rétta stöðuna við. Ráðherrarnir vita líka að það er mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina. Standi hún ekki við yfirlýsingar sínar nú eru dagar hennar einfaldlega taldir.
En ekki er allt unnið með fleiri störfum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Það þarf að hætta svona bulli eins og Samherjamenn þurftu að standa í til að komast til Brussel.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar