Hneisa í Hörpu Þröstur Ólafsson skrifar 12. maí 2011 06:00 Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun