Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi 25. maí 2011 04:00 Helgi V. Jóhannsson og Sigurdís Þorláksdóttir segja síðustu daga hafa verið hræðilega. Kindur og lömb hafa drepist og hross hafa ekki skilað sér heim til þeirra á Arnardranga. Þau vona þó að hrossin komist heim og þykir þeim útlitið betra nú en fyrstu dagana eftir að gosið hófst. fréttablaðið/valli Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira