
Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor
Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða:
*Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn.
*Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni.
* Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ.
Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ.
Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi:
*Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf?
*Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna?
* Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það?
Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur.
Skoðun

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar