
Einstakt tækifæri Bændasamtakanna
Utanríkisráðherra hefur brugðist til andsvara. Hann bendir á að það geti komið út á eitt fyrir bændur þegar vöruverð til neytenda lækkar en ríkisstyrkir ásamt Evrópustyrkjum til bænda hækki þá verulega á móti. Varla talar utanríkisráðherra svo skýrt nema fyrir liggi sterkar líkur eða fullvissa um slíkan samningsárangur.
Þetta eitt eru stórtíðindi. Bændasamtökin hljóta að óska eftir nánari upplýsingum um þetta, og þ. á m. hvort þetta verður sérstakt samningsákvæði eða hluti af svonefndum Norðurslóðastuðningi.
En Bændasamtökin hljóta einnig að leggja áherslu á fleiri atriði í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Meðal slíkra áherslumála hljóta að vera þessi:
1 Vernd gegn dýrasjúkdómum, en Íslendingar hafa hörmulega reynslu af þeim.
2Vernd fyrir íslenskum búfjárstofnum, en Íslendingar rækta sérstök kyn nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita, hunda og hænsna.
3 Ákvæði sambærileg á við þau sem gilda nú innan ESB um landbúnað á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum, og um atvinnurekstur, fasteignir og jarðeignir á Möltu og Álandseyjum.
Evrópusambandið er mjög metnaðarfullt varðandi varnir gegn dýrasjúkdómum. ESB er einnig mjög áhugasamt og metnaðarfullt varðandi vernd og öryggi fyrir fjölbreytni í lífríki. Landbúnaður á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum nýtur sjálfræðis og sérstöðu samkvæmt 349. gr. aðalsáttmála ESB. Reglur ESB banna kaup á lóðum, jörðum, húsum eða öðrum eignum á Möltu og Álandseyjum nema kaupandi hafi lögheimili og reglulega búsetu á staðnum.
Þegar þessi atriði koma til skoðunar á vettvangi ESB er ekki talað um árekstur við fjórfrelsið, heldur er því vikið til hliðar vegna þessara forgangsákvæða. Framkvæmd slíkra forgangsákvæða skiptir miklu hér á landi. Ljóst er t.d. að íslenskir búfjárstofnar verða því aðeins verndaðir að bændur hafi rekstrarlegar forsendur til að nýta þá. Án slíkra ákvæða verður einnig ókleift að verjast uppkaupum á hlunnindajörðum.
Bændasamtökin eiga nú fágætt – líklega einstætt – tækifæri til að hafa veruleg áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þau geta tryggt mikilvæga hagsmuni íslenskra bænda á grundvelli ýmissa gildandi reglna ESB. Því verður varla trúað að Bændasamtökin vilji láta þetta undir höfuð leggjast.
Skoðun

Fjölskyldan fyrst
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar