Ógagnleg upphlaup Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júlí 2011 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands. Þarna er formaður Framsóknarflokksins kominn í mótsögn við sjálfan sig, vegna þess að í eigin minnihlutaáliti um aðildarumsóknina gagnrýndi hann harðlega að engin skýr samningsskilyrði væru í meirihlutaálitinu og engar ófrávíkjanlegar kröfur. Enda er í áliti meirihlutans ekkert talað um undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, heldur um þau markmið í sjávarútvegsmálum sem þurfi að leitast við að uppfylla með aðildarsamningi, þar á meðal forræði Íslendinga á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð sé á ráðgjöf íslenskra vísindamanna. Það er ekkert nýtt að utanríkisráðherrann tali eins og hann gerði í Brussel. Rétt eins og meirihluti utanríkismálanefndar hefur hann lagt áherzlu á sérlausnir í samningum við ESB fremur en undanþágur frá sáttmálum þess og vísað þar til fordæmisins um heimskautalandbúnað, sem var sérlausn innan gildandi stefnu ESB, smíðuð með tilliti til hagsmuna norðlægra aðildarríkja. Í ræðu á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í júlí í fyrra, þegar ákveðið var að hefja aðildarviðræður, undirstrikaði Össur þannig sérstöðu Íslands, sem fælist í staðbundnum fiskistofnum og að efnahagslögsagan lægi hvergi að lögsögu núverandi ESB-ríkja. Forræði Íslands á eigin fiskveiðum mætti tryggja með því að skilgreina íslenzku lögsöguna sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði þar sem íslenzk stjórnvöld bæru áfram ábyrgð á stjórn fiskveiða. Sama afstaða kom fram í skriflegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við sama tækifæri og þar var ekkert talað um undanþágur. Hugmyndin um að búa þannig um hnúta að Íslendingar geti sætt sig við sjávarútvegsstefnu ESB með því að gera lögsöguna að sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði er reyndar ekki ný af nálinni. Hún var fyrst sett fram í ræðu þáverandi utanríkisráðherra Íslands í Berlín 14. marz 2002. Sá ráðherra hét Halldór Ásgrímsson og var formaður Framsóknarflokksins. Tilefnislaus og ómálefnaleg upphlaup á borð við það sem Sigmundur Davíð stendur nú fyrir verða áreiðanlega fleiri í aðildarviðræðunum sem í hönd fara. Þau munu ekki verða til þess að staða Íslands verði sterkari og að við náum betri samningi við Evrópusambandið, því að sennilega verða þau flest eins og þetta; til þeirra efnt af fólki sem í raun vill engar viðræður og engan samning sem þjóðin getur tekið afstöðu til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands. Þarna er formaður Framsóknarflokksins kominn í mótsögn við sjálfan sig, vegna þess að í eigin minnihlutaáliti um aðildarumsóknina gagnrýndi hann harðlega að engin skýr samningsskilyrði væru í meirihlutaálitinu og engar ófrávíkjanlegar kröfur. Enda er í áliti meirihlutans ekkert talað um undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, heldur um þau markmið í sjávarútvegsmálum sem þurfi að leitast við að uppfylla með aðildarsamningi, þar á meðal forræði Íslendinga á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð sé á ráðgjöf íslenskra vísindamanna. Það er ekkert nýtt að utanríkisráðherrann tali eins og hann gerði í Brussel. Rétt eins og meirihluti utanríkismálanefndar hefur hann lagt áherzlu á sérlausnir í samningum við ESB fremur en undanþágur frá sáttmálum þess og vísað þar til fordæmisins um heimskautalandbúnað, sem var sérlausn innan gildandi stefnu ESB, smíðuð með tilliti til hagsmuna norðlægra aðildarríkja. Í ræðu á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í júlí í fyrra, þegar ákveðið var að hefja aðildarviðræður, undirstrikaði Össur þannig sérstöðu Íslands, sem fælist í staðbundnum fiskistofnum og að efnahagslögsagan lægi hvergi að lögsögu núverandi ESB-ríkja. Forræði Íslands á eigin fiskveiðum mætti tryggja með því að skilgreina íslenzku lögsöguna sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði þar sem íslenzk stjórnvöld bæru áfram ábyrgð á stjórn fiskveiða. Sama afstaða kom fram í skriflegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við sama tækifæri og þar var ekkert talað um undanþágur. Hugmyndin um að búa þannig um hnúta að Íslendingar geti sætt sig við sjávarútvegsstefnu ESB með því að gera lögsöguna að sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði er reyndar ekki ný af nálinni. Hún var fyrst sett fram í ræðu þáverandi utanríkisráðherra Íslands í Berlín 14. marz 2002. Sá ráðherra hét Halldór Ásgrímsson og var formaður Framsóknarflokksins. Tilefnislaus og ómálefnaleg upphlaup á borð við það sem Sigmundur Davíð stendur nú fyrir verða áreiðanlega fleiri í aðildarviðræðunum sem í hönd fara. Þau munu ekki verða til þess að staða Íslands verði sterkari og að við náum betri samningi við Evrópusambandið, því að sennilega verða þau flest eins og þetta; til þeirra efnt af fólki sem í raun vill engar viðræður og engan samning sem þjóðin getur tekið afstöðu til.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun