Ofbeldis- og slysalaus helgi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júlí 2011 08:00 Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun