Rannsóknarnefndir og réttlæti Brynjar Níelsson skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina „lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. Lögfræðingar hafa að sjálfsögðu engan einkarétt á umfjöllun um lögfræði, réttlæti og réttarríkið og því ánægjulegt að vita til þess að aðrir velti þessum hugtökum fyrir sér. Ég hef margoft ritað pistla um þessi hugtök og gjarnan deilt á þá sem telja pólitískar skoðanir sínar sérstakt réttlætismál og að lögin eigi að víkja þegar þau samrýmast ekki þeirra réttlæti. Ég tel slíka hugmyndafræði beinlínis andstæða réttarríkinu. Það er ekkert athugavert við það að menn láti í ljós skoðun sína um að dómstólar hafi ranglega sakfellt sakaða menn eða á grundvelli ónógra sönnunargagna, enda deila lögfræðingar um það daglega í dómsölum landsins. Það er heldur ekkert athugavert við það að telja einstaka dóma ranga, eins og kollegi Einars hafði reiknað út með ákvörðun Hæstaréttar um lögmæti kosninga til stjórnlagaþings. En vandinn hjá stærðfræðingunum er sá að þeir gefa sér ýmsar forsendur um staðreyndir málsins. Í greininni gefur Einar sér þær forsendur að játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið fengnar með pyntingum og að þær hafi ekki verið trúverðugar. Og enn bætir Einar í þegar hann fullyrðir að lögregla og dómstólar hafi framið illvirki á sakborningum í málinu, burtséð frá því hvort þeir ættu þar nokkra sök. Því verði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka málið niður í kjölinn. Dómstólar, sem meta eiga sönnunargögn lögum samkvæmt, töldu hins vegar játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum trúverðugar og breyttan framburð einstakra sakborninga síðar fyrir dómi, þar sem játningar voru dregnar til baka, ótrúverðugan. Einnig fór fram rannsókn á meintum pyntingum áður en málið kom til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan var sú að ekkert benti til þess að játningar væru fengnar með þeim hætti. Rétt er að benda á í þessu sambandi að játningar sakborninga í Guðmundarmálinu komu fram eftir stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á öðru máli. Sakborningar voru mörgum sinnum leiddir fyrir dómara við rannsókn málsins með verjendum sínum án þess að draga framburð sinn til baka. Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, sem sumir drógu framburð sinn til baka en þó ekki allir og hafa ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um sök annarra. Þessar aðstæður við sönnunarfærslu eru alþekktar í sakamálum og til að mynda í fíkniefnamálum þar sem sakfellt er fyrir innflutning á fíkniefnum á grundvelli framburða sakborninga við rannsókn málanna án þess að nokkur fíkniefni finnist og sakborningar dragi framburð sinn til baka fyrir dómi eftir útgáfu ákæru. Þá er það regla frekar en undantekning í kynferðisbrotamálum að sakborningar eru sakfelldir á grundvelli mats á trúverðugleika kæranda og sakbornings án þess að öðrum beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Ég er sammála skoðun forseta Lagadeildar HÍ um að löggjafinn eigi ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Það er ekki hægt að tala um sjálfstæði dómsvaldsins ef pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir eiga síðan að yfirfara niðurstöðu dómstóla hvað þá að breyta þeim í kjölfar slíkra rannsókna. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á því að sjálfstæði hvers um sig veiti hinum aðhald. Það hefur ekkert með það að gera að veita dómsvaldinu aðhald að hinn pólitíski meirihluti hverju sinni breyti niðurstöðu dómsvaldsins í einstökum málum vegna þess að hann telji hana ranga. Með því er verið að grafa undan sjálfstæði dómsvaldsins og frekar ætti að flokka það sem valdníðslu en aðhald. Hugmyndafræði Einars og margra pólitískra samherja hans um að löggjafinn skipi rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega niðurstöðu dómstóla hefur verið nokkuð áberandi seinustu misseri. Ég minnist þess að einn viðmælandi þáttastjórnandans í Silfri Egils, eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt, taldi rétt að skipuð yrði nefnd til að fara yfir dóma Hæstaréttar eftir að rétturinn hafi að hans mati komist að rangri niðurstöðu í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum Glitnis banka. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir en þær hafa ekkert með hugtökin réttlæti og réttarríki að gera. Það eru hins vegar til frambærileg rök fyrir því að rýmka heimildir til endurupptöku mála. Ég sé aftur á móti ekki rök til þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði endurupptekin þar sem sönnunin fólst aðallega í mati á framburði sakborninga og vitna. Það eru engar forsendur fyrir nýja dómara í dag að endurmeta framburð þeirra nú, án þess að ný gögn komi fram sem skipt geti máli. Að lokum verð ég að lýsa furðu minni á ómaklegri aðför Einars að stjórnendum rannsóknarinnar og dómurum sem dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að hætti pólitískra ofstækismanna. Þeir rannsakendur og dómarar sem komu við sögu í málinu eru ekki þekktir illvirkjar, heldur þvert á móti. Flestir þeirra hafa lagt mikið af mörkum til lögfræðinnar og eiga stóran þátt í því að við búum við réttarkerfi sem jafnast á við það besta sem þekkist í lýðræðisríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina „lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. Lögfræðingar hafa að sjálfsögðu engan einkarétt á umfjöllun um lögfræði, réttlæti og réttarríkið og því ánægjulegt að vita til þess að aðrir velti þessum hugtökum fyrir sér. Ég hef margoft ritað pistla um þessi hugtök og gjarnan deilt á þá sem telja pólitískar skoðanir sínar sérstakt réttlætismál og að lögin eigi að víkja þegar þau samrýmast ekki þeirra réttlæti. Ég tel slíka hugmyndafræði beinlínis andstæða réttarríkinu. Það er ekkert athugavert við það að menn láti í ljós skoðun sína um að dómstólar hafi ranglega sakfellt sakaða menn eða á grundvelli ónógra sönnunargagna, enda deila lögfræðingar um það daglega í dómsölum landsins. Það er heldur ekkert athugavert við það að telja einstaka dóma ranga, eins og kollegi Einars hafði reiknað út með ákvörðun Hæstaréttar um lögmæti kosninga til stjórnlagaþings. En vandinn hjá stærðfræðingunum er sá að þeir gefa sér ýmsar forsendur um staðreyndir málsins. Í greininni gefur Einar sér þær forsendur að játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið fengnar með pyntingum og að þær hafi ekki verið trúverðugar. Og enn bætir Einar í þegar hann fullyrðir að lögregla og dómstólar hafi framið illvirki á sakborningum í málinu, burtséð frá því hvort þeir ættu þar nokkra sök. Því verði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka málið niður í kjölinn. Dómstólar, sem meta eiga sönnunargögn lögum samkvæmt, töldu hins vegar játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum trúverðugar og breyttan framburð einstakra sakborninga síðar fyrir dómi, þar sem játningar voru dregnar til baka, ótrúverðugan. Einnig fór fram rannsókn á meintum pyntingum áður en málið kom til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan var sú að ekkert benti til þess að játningar væru fengnar með þeim hætti. Rétt er að benda á í þessu sambandi að játningar sakborninga í Guðmundarmálinu komu fram eftir stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á öðru máli. Sakborningar voru mörgum sinnum leiddir fyrir dómara við rannsókn málsins með verjendum sínum án þess að draga framburð sinn til baka. Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, sem sumir drógu framburð sinn til baka en þó ekki allir og hafa ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um sök annarra. Þessar aðstæður við sönnunarfærslu eru alþekktar í sakamálum og til að mynda í fíkniefnamálum þar sem sakfellt er fyrir innflutning á fíkniefnum á grundvelli framburða sakborninga við rannsókn málanna án þess að nokkur fíkniefni finnist og sakborningar dragi framburð sinn til baka fyrir dómi eftir útgáfu ákæru. Þá er það regla frekar en undantekning í kynferðisbrotamálum að sakborningar eru sakfelldir á grundvelli mats á trúverðugleika kæranda og sakbornings án þess að öðrum beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Ég er sammála skoðun forseta Lagadeildar HÍ um að löggjafinn eigi ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Það er ekki hægt að tala um sjálfstæði dómsvaldsins ef pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir eiga síðan að yfirfara niðurstöðu dómstóla hvað þá að breyta þeim í kjölfar slíkra rannsókna. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á því að sjálfstæði hvers um sig veiti hinum aðhald. Það hefur ekkert með það að gera að veita dómsvaldinu aðhald að hinn pólitíski meirihluti hverju sinni breyti niðurstöðu dómsvaldsins í einstökum málum vegna þess að hann telji hana ranga. Með því er verið að grafa undan sjálfstæði dómsvaldsins og frekar ætti að flokka það sem valdníðslu en aðhald. Hugmyndafræði Einars og margra pólitískra samherja hans um að löggjafinn skipi rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega niðurstöðu dómstóla hefur verið nokkuð áberandi seinustu misseri. Ég minnist þess að einn viðmælandi þáttastjórnandans í Silfri Egils, eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt, taldi rétt að skipuð yrði nefnd til að fara yfir dóma Hæstaréttar eftir að rétturinn hafi að hans mati komist að rangri niðurstöðu í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum Glitnis banka. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir en þær hafa ekkert með hugtökin réttlæti og réttarríki að gera. Það eru hins vegar til frambærileg rök fyrir því að rýmka heimildir til endurupptöku mála. Ég sé aftur á móti ekki rök til þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði endurupptekin þar sem sönnunin fólst aðallega í mati á framburði sakborninga og vitna. Það eru engar forsendur fyrir nýja dómara í dag að endurmeta framburð þeirra nú, án þess að ný gögn komi fram sem skipt geti máli. Að lokum verð ég að lýsa furðu minni á ómaklegri aðför Einars að stjórnendum rannsóknarinnar og dómurum sem dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að hætti pólitískra ofstækismanna. Þeir rannsakendur og dómarar sem komu við sögu í málinu eru ekki þekktir illvirkjar, heldur þvert á móti. Flestir þeirra hafa lagt mikið af mörkum til lögfræðinnar og eiga stóran þátt í því að við búum við réttarkerfi sem jafnast á við það besta sem þekkist í lýðræðisríkjum.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun