Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 09:00 Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar