
AkureyrarAkademían: Hluti af fræðasamfélagi Norðurlands
AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum.
Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja.
Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni.
Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið.
Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira.
Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum.
Skoðun

Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu
Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Sjómenn til hamingju!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Leyfum mennskunni að sigra
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Fjölskyldan fyrst
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar