Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun