Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða 1. september 2011 07:00 Alls var sótt um niðurfærslu rúmlega 13.400 lána á grundvelli 110% leiðarinnar.Fréttablaðið/vilhelm Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira