Tónlist

Halda upp á lífið

bix Nýrri plötu Bix, Animalog, verður fagnað í kvöld.
bix Nýrri plötu Bix, Animalog, verður fagnað í kvöld.
Weirdcore-raftónlistarkvöld verður haldið á Bakkusi í kvöld. Einnig verður fagnað nýrri plötu Bix, Animalog, sem kom út 7. september. Fram koma Bix, DJ Delarosa, PLX og Futuregrapher.

Weirdcore var stofnað árið 2005 af þeim Tanyu Pollock og Rósu Birgittu Ísfeld. Þær fengu til liðs við sig raftónlistarmanninn Sigurbjörn Þorgrímsson, betur þekktan sem Biogen, sem lést fyrr á árinu. Weirdcore-kvöldin voru haldin mánaðarlega og var það síðasta haldið í fyrra, 17. september, sem er einnig afmælisdagur Tanyu. „Við hættum með þetta Weirdcore því hann var orðinn svo veikur,“ segir Tanya og á þar við Biogen.

„Núna ætlum við að halda upp á lífið og það sem við sköpuðum saman og heiðra þessa útgáfu með Bix í leiðinni.“

Tónleikarnir standa yfir frá 21 til 01 og er aðgangur ókeypis. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×