„Skynsami“ Guðni 29. september 2011 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun