Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. október 2011 06:00 Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun