Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. október 2011 06:00 Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun