Lögmenn Eimskips fara yfir stefnuna 13. október 2011 04:45 Fulltrúar Eimskips eru nú að skoða stefnu frá Samskipum, sem er löng og mikil, og fara yfir stöðu mála, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Samskip krefjast 3,7 milljarða króna auk vaxta í skaðabætur vegna samkeppnisbrota Eimskipafélags Íslands á árunum 1999 til 2002. „Að mínu mati er þetta farsakennd, skrýtin stefna og tölurnar eru brjálæðislega háar. Það er ekki á hverjum degi sem við vöknum við að félag er búið að stefna okkur upp á tæpa fjóra milljarða. Það er ekki eitthvað sem maður vill fá með kaffibollanum sínum,“ segir Ólafur. „En við getum lítið sagt um þetta mál annað en það að þetta er há upphæð og mikil stefna sem lögmenn okkar eru að fara yfir.“ Ekki náðist í Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, en hann er staddur erlendis. Fulltrúar Samskipa sögðu í tilkynningu að stjórnin hefði ákveðið að bætur, sem félaginu kunna að verða greiddar, renni til góðgerðamála að frádregnum málskostnaði. „Við erum að leggja áherslu á að þetta er prinsippmál að fylgja eftir. Niðurstaðan er ekki aðalatriðið,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. „Við leggjum inn kvörtun árið 2002 og málið er í vinnslu til 2008. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er kýrskýr, sem Eimskip gengst við. Og við erum að fylgja því eftir.“ - sv Fréttir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fulltrúar Eimskips eru nú að skoða stefnu frá Samskipum, sem er löng og mikil, og fara yfir stöðu mála, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Samskip krefjast 3,7 milljarða króna auk vaxta í skaðabætur vegna samkeppnisbrota Eimskipafélags Íslands á árunum 1999 til 2002. „Að mínu mati er þetta farsakennd, skrýtin stefna og tölurnar eru brjálæðislega háar. Það er ekki á hverjum degi sem við vöknum við að félag er búið að stefna okkur upp á tæpa fjóra milljarða. Það er ekki eitthvað sem maður vill fá með kaffibollanum sínum,“ segir Ólafur. „En við getum lítið sagt um þetta mál annað en það að þetta er há upphæð og mikil stefna sem lögmenn okkar eru að fara yfir.“ Ekki náðist í Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, en hann er staddur erlendis. Fulltrúar Samskipa sögðu í tilkynningu að stjórnin hefði ákveðið að bætur, sem félaginu kunna að verða greiddar, renni til góðgerðamála að frádregnum málskostnaði. „Við erum að leggja áherslu á að þetta er prinsippmál að fylgja eftir. Niðurstaðan er ekki aðalatriðið,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. „Við leggjum inn kvörtun árið 2002 og málið er í vinnslu til 2008. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er kýrskýr, sem Eimskip gengst við. Og við erum að fylgja því eftir.“ - sv
Fréttir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira