Forsendur liggja fyrir - vilji er allt sem þarf Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. október 2011 16:00 Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun