Að loknu Umhverfisþingi Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun